Flatey

Kristján H.Johannessen

Flatey

Kaupa Í körfu

Þegar ferðalangar koma í land í Flatey á Breiðafirði tekur gjarnan Magnús Jónsson bóndi í Krákuvör á móti þeim. Er hann einn þeirra sjö sem lögheimili hafa í eyjunni, en alls dvelja þar fimm allt árið um kring. „Ef fólk er hingað komið til þess að gista á tjaldsvæðinu hef ég nú haft það fyrir reglu að sækja viðkomandi og skutla niður á tjaldsvæðið. Svo hef ég einnig þjónustað húseigendur hér með því að keyra dótið þeirra heim gegn vægri greiðslu,“ segir Magnús og bætir við að helsta ástæðan sé sú að eyjarskeggjar vilji síður sjá mörg vélknúin farartæki á ferð um eyjuna. „Hér eru 35 hús og það væri því ansi snúið ef allir ættu sinn eigin traktor.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar