Brautarholt

Styrmir Kári

Brautarholt

Kaupa Í körfu

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 102 stúdentaíbúða í Brautarholti 7 í Reykjavík. Byggð verða tvö hús, efra hús við Brautarholt og neðra hús sem snýr í átt að Laugavegi, alls tæplega 4.900 fermetrar, og verða 19 stæði í bílakjallara. THG arkitektar hönnuðu húsin en JÁVERK er verktaki. Húsið er byggt fyrir Félagsstofnun stúdenta. Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri JÁVERKs, segir verkið verða unnið hratt. „Við vinnum samkvæmt verksamningi við Félagsstofnun stúdenta. Það er stefnt að því, þótt tíminn sé orðinn knappur, að megnið af íbúðunum verði tilbúið seint næsta haust,“ segir Gylfi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar