Sigmundur Davíð á bökkum Skaftár
Kaupa Í körfu
Stjórnvöld ræða nú stofnun sérstaks hamfarasjóðs sem ætlað yrði að standa straum af kostnaði sem hlýst af völdum náttúruhamfara. Eldgosið í Holuhrauni í fyrra, skriðuföll við Siglufjörð síðsumars og nú síðast Skaftárhlaup gefa tilefni til slíks. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem í gær kynnti sér aðstæður á flóðasvæðunum við Skaftá. Þar hafði hann tal af bændum og fulltrúum sveitarstjórna sem fóru heildstætt yfir málin. „Mér fannst nauðsynlegt að kynna mér hver staðan væri. Hér hafa orðið miklar skemmdir og náttúran verið í miklum ham. Hér hefur vatn flætt yfir víðfeðm svæði, brotið niður árbakka og fleira. Það er ljóst að víða er þörf á því að ráðast í aðgerðir til að bæta skemmdir og munu ríkið og fleiri koma að því. Þess vegna fannst mér nauðsynlegt að sjá þetta sjálfur og hafa tal af heimamönnum,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Morgunblaðið á vettvangi í gær. Skaftá Sigmundur Davíð á bökkum Skaftár með Evu Björk Harðardóttur t.v., Gunnari Sigurðssyni og Söndru Brá Jóhannsdóttur sveitarstjóra.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir