Ísland Lettland - Landsliðsæfing

Ísland Lettland - Landsliðsæfing

Kaupa Í körfu

„Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu og ég lít á hana sem viðurkenningu fyrir spilamennsku alls liðsins í sumar og mín sjálfs,“ sagði bakvörðurinn Kristinn Jónsson úr Breiðabliki við Morgunblaðið eftir að hafa tekið á móti fallegum bikar sem hann fékk afhentan fyrir að vera útnefndur besti leikmaður Pepsí-deildarinnar af Morgunblaðinu en hann hlaut flest M í einkunnargjöf blaðsins. „Þetta er klárlega mitt besta tímabil frá upphafi. Mér hefur tekist að vera mjög stöðugur allt tímabilið. Ég hef aldrei upplifað jafn góða stemningu hjá Breiðabliki og í ár og við erum eins og stór fjölskylda,“ sagði Kristinn, sem er 25 ára gamall, og sneri aftur til Blikanna fyrir tímabilið eftir að hafa spilað eitt tímabil sem lánsmaður með sænska liðinu Brommapojkarna. Kristinn fór mikinn með Kópavogsliðinu en hann átti tíðar ferðir upp vinstri kantinn og lagði ófá mörkin upp fyrir félaga sína og skoraði sjálfur tvö mörk en Blikarnir töpuðu aðeins tveimur leikjum í deildinni og enduðu í öðru sæti deildarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar