Hornið á Tryggvagötu og Hafnarstrætis

Hornið á Tryggvagötu og Hafnarstrætis

Kaupa Í körfu

Það er ekki fallegt um að lítast á horni Tryggvagötu og Hafnarstrætis en þar mun rísa hótel innan skamms. Minnir húsgrunnurinn helst á átakasvæði. Í húsinu var Rammagerðin á neðstu hæðinni í áratugi. Oft var örtröð í Hafnarstræti er jólasveinarnir birtust í gluggum Rammagerðarinnar og þarna boðuðu þeir komu jólanna í meira en hálfa öld. Börn á öllum aldri minnast þess enn er jólasveinunum var komið fyrir í gluggum verslunarinnar, en fyrst munu þeir hafa birst þar skömmu fyrir 1960. Byggt verður nýtt hús á lóðinni við Hafnarstræti 19 og þar og á nærliggjandi lóðum verður starfrækt hótel í háum gæðaflokki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar