Ljósið

Ljósið

Kaupa Í körfu

Sjálfseignarstofnunin Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra, er 10 ára um þessar mundir. „Starfsemin hefur aukist dag frá degi,“ segir Erna Magnúsdóttir forstöðukona sem hefur haft umsjón með starfinu frá byrjun. Yfir 1.000 manns notfærðu sér þjónustu Ljóssins í fyrra. „Við erum með allt upp í 70 manns á dag,“ Miklar framkvæmdir standa yfir í húsnæðinu við Langholtsveg segir Erna og bætir við að hlutur karlmanna hafi aukist gífurlega. Í Ljósinu er boðið upp á viðamikla dagskrá, sem stuðlar að líkamlegri, andlegri og félagslegri uppbyggingu. „Þessi miðstöð er mjög einstök og við höfum hvergi fundið svona starfsemi fyrir krabbameinsgreint fólk,“ segir Erna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar