Landsspítalinn - Lifrarbólga C - Blaðamannafundur
Kaupa Í körfu
Harvoni, sem af mörgum er talið byltingarkennt lyf við sjúkdómnum lifrarbólgu C, mun nú bjóðast um 1.000 íslenskum sjúklingum, þeim að kostnaðarlausu. Lyfið hefur verið í boði fyrir lifrarbólgusjúklinga á Norðurlöndunum en hingað til hefur það ekki verið fáanlegt á Íslandi sökum mikils kostnaðar. Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra segir að um meiriháttar forvarnar- og lýðheilsuátak sé að ræða. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að íslensk heilbrigðisyfirvöld geri samstarfssamning við bandaríska lyfjafyrirtækið Gilead sem framleiðir lyfið. Gilead sérhæfir sig í að þróa og framleiða lyf við sjúkdómum sem erfitt eða ómögulegt hefur verið að lækna áður líkt og HIV, lifrarbólgu C og ýmsa hjartasjúkdóma. Samkvæmt samstarfssamningnum mun Gilead leggja íslenska ríkinu til lyf fyrir 1.200 manns en í staðinn munu íslenskir heilbrigðisstarfsmenn gefa lyfið og rannsaka virkni þess.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir