Sinfóníuhljómsveit og Víkingur Heiðar - Harpa

Sinfóníuhljómsveit og Víkingur Heiðar - Harpa

Kaupa Í körfu

Víkingur Heiðar Ólafsson frumflytur í kvöld á Íslandi píanókonsert rússneska tónskáldsins og píanóleikarans Alexanders Skrjabín (1872-1915), á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann tileinkar flutninginn minningu fyrsta píanókennara síns, Erlu Stefánsdóttur, sem lést í fyrradag. „Við Erla vorum alla tíð náin og það er í raun sérkennilegt að ég sé nú að frumflytja þennan fallega píanó- konsert Skrjabíns á Íslandi, því hún hélt mjög mikið upp á þetta tónskáld. Hún talaði alltaf um Skrjabín sem hin rússneska Chopin, það er talsvert til í því. Og hún vildi að ég léki meira af verkum eftir hann,“ segir Víkingur Heiðar. Erla var allra fyrsti píanókennari hans, þau hittust fyrst í Tónmenntaskólanum þegar hann var ekki nema þriggja eða fjögurra ára og móðir hans var að sækja systur hans í tíma. „Erla spurði hvort ég vildi læra á píanó. Ég svaraði: Ég kann á píanó!“ rifjar Víkingur upp og hlær. Hann byrjaði að læra hjá Erlu nokkrum árum síðar og nam hjá henni fram að unglingsárum þegar Peter Mate tók við sem kennari hans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar