Rigning við Laugaveg

Rigning við Laugaveg

Kaupa Í körfu

Byrjun októbermánaðar hefur verið óvenjublaut víða um landið, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Trausti Jónsson veðurfræðingur benti á það í hópi Hungurdiska á Fjasbók í gær að það hefði ekki tekið úrkomuna nema sex daga að ná upp fyrir meðaltal októbermánaðar alls (á árunum 1971 til 2000) á fimm veð- urstöðvum. Á 18 stöðvum var úrkoman orðin meiri en mælst hefur áður sömu daga. Á Vatnsskarðshólum og í Drangshlíðardal hafði þegar mælst yfir 200 mm úrkoma. Trausti sagði í samtali við Morgunblaðið að búið væri að mæla úrkomu á Vatnsskarðshólum í tæplega 40 ár og fyrstu dagar október hefðu ekki verið blautari þar en nú síðan mælingar hófust.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar