Hjallastenan lóð fyrir leikskóla
Kaupa Í körfu
Til skoðunar að flytja Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík í Fossvog Um 400 manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem hugmyndinni er mótmælt Íbúar hafa einkum áhyggjur af aukinni umferð. Búið er að segja upp leigusamningi við Hjallastefnuna um aðstöðu á lóð Háskólans í Reykjavík við Öskjuhlíð, en þar hefur Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík og leikskólinn Askja starfað frá árinu 2009. Eru nú uppi hugmyndir þess efnis að starfsemi barnaskólans flytji í Fossvog. „Háskólinn í Reykjavík áformar að ráðast í framkvæmdir á þessu svæði og því blasir það við að færa verður starfsemina. Öll vinna er hins vegar enn á algeru frumstigi,“ segir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, og bætir við að starfsemi leikskólans verði að líkindum áfram á því svæði þar sem hún er nú. Reiturinn sem um ræðir í Fossvogi afmarkast af Fossvogsvegi, Árlandi og þeim göngustígum sem finna má til móts við Kjarrveg og Klifveg. Íbúar í nágrenninu eru ekki á eitt sáttir með hugsanlegar framkvæmdir og hefur meðal annars hverfisráð Háaleitis- og Bústaðahverfis sagt það „óverjandi að gera ráð fyrir byggingu skóla fyrir fjölda nemenda af öllu höfuðborgarsvæð- inu“ á þeirri lóð sem til umræðu er. Þá hafa íbúar á svæðinu einnig safnað undirskriftum gegn skólabyggingunni og eru þær um 400 talsins.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir