Ben-Dror Yemeni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ben-Dror Yemeni

Kaupa Í körfu

„Stanslaust er beitt áróðri og rangfærslum í sumum vestrænum fjölmiðlum um Ísrael, farið rangt með einfaldar staðreyndir, þær brenglaðar og hlutirnir slitnir úr samhengi í trausti þess að almenningur á Vesturlöndum viti ekki betur,“ segir ísraelski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Ben-Dror Yemini sem nú er staddur hér á landi. „Það er ekkert að því að gagnrýna stjórnvöld í Ísrael, það gerum við sjálf af miklum ákafa, ég er í þeim hópi. En þessi lygaáróður hefur öfug áhrif í Ísrael vegna þess að hann er svo augljóslega ekki heiðarleg gagnrýni.“ Yemini er þekktur blaðamaður og rithöfundur í Ísrael og hefur áður komið til Íslands, var hér í brúð- kaupsferð fyrir allmörgum árum. Ein af bókum hans er Industry of Lies. Yemini fjallar í henni um áróð- ur gegn Ísrael af hálfu ýmissa íslamistahreyfinga en einnig margra róttækra vinstrimanna, mannréttindasamtaka og stuðningsmanna Palestínumanna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar