Afturelding - Haukar handbolti karla

Afturelding - Haukar handbolti karla

Kaupa Í körfu

Birkir Benediktsson tryggði Aftureldingu tvö stig í toppbaráttunni þegar hann skoraði sigurmark liðsins þremur sekúndum fyrir leikslok gegn Haukum í N1-höllinni að Varmá í gærkvöldi, 24:23. Aðeins fáeinum sek- úndum áður hafði Tjörvi Þorgeirsson getað orðið hetja Hauka hinum megin vallarins. Skot Tjörva small í þverslá Aftureldingarmarksins 12 sekúndum áður en leiktíminn rann út. Mosfellingar tóku umsvifalaust leikhlé, lögðu á ráðin. Stillt var upp í leikkerfi þar sem Birkir kom á siglingu af hægri vængnum yfir á þann vinstri eftir sendingu frá Bjarka Lárussyni, svokölluð „löng klipping“. Bjarki lyfti sér hátt upp og hamraði knöttinn niður í hornið hægra megin við Giedrius Morkunas, markvörð Hauka, sem oftast hefur átt betri leik en í gærkvöldi. Haukar skoruðu fyrsta mark leiksins og náðu aldrei aftur yfirhöndinni það sem eftir var viðureignarinnar. Aftureldingarmenn voru sterkari. Þeir léku 5/1 vörn sem Haukum gekk illa að ráða við. Hinum megin vallarins voru varnarmenn Hauka óvenju bitlausir. Þeir létu Aftureldingarmenn leika lausum hala, ekki síst skytturnar sem fengu að koma óáreittar upp á sjö metra og skjóta á tíðum án þess að fá verulega mótspyrnu. Vegna slakrar varnar náðu markverðir Hauka sér ekki á strik. Pálmar Pétursson sýndi hinsvegar gamalkunnuga takta að baki góðri vörn Aftureldingar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar