Steinar Berg með teiknurum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Steinar Berg með teiknurum

Kaupa Í körfu

Rithöfundurinn Steinar Berg var lengi vel ekki tiltakanlega ánægður með Steinar Berg útgefanda sinn. Hann liggur ekkert á þeirri skoðun sinni og segir útgefandann hvorki hafa sinnt sér nægilega vel né fylgt eftir framúrskarandi viðtökum bóka sinna Tryggðartrölls, Tröllagleði og Hringalóar og Grýlu. „Þær voru hornrekur hjá útgefandanum, sem var bundinn við sína bæjartorfu í Fossatúni í Borgarfirði þar sem hann rekur ferðaþjónustu ásamt konu sinni, Ingibjörgu Pálsdóttur,“ segir rithöfundurinn og útgefandinn Steinar Berg, sem ætlar þó aftur að treysta sjálfum sér fyrir útgáfu og eftirfylgni nýjustu bókar sinnar, Trunt Trunt - Sögur af tröllum, álfum og fólki. Hann er með nýstárlegar hugmyndir og ýmsar áætlanir á prjónunum, sem lúta að túrisma, öppum og öðrum nútímafyrirbærum. Steinar Berg og listamennirnir Steinar og listamennirnir fagna útgáfu Trunt Trunt. F.v. Halldór Baldursson, Anna Cynthia Leplar, Pétur Antonsson, Erla María Árnadóttir, Margrét Laxness og Linda Ólafsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar