Sverrir Jakobsson

Eva Björk Ægisdóttir

Sverrir Jakobsson

Kaupa Í körfu

Sagnfræðingar Sverrir Jakobsson (til vinstri) og Gunnar Karlsson munu velta upp ýmsum spurningum um konungstöku Íslendinga í fyrirlestrum sínum á vegum Miðaldastofu HÍ á morgun. Höfðingjar sturlungaaldar, Hákon gamli Noregskonungur og konungstaka Íslendinga verða í sviðsljósinu á morgun, fimmtudag, í tveimur fyrirlestrum sagnfræðinganna Gunnars Karlssonar prófessors emeritus frá HÍ og Sverris Jakobssonar prófessors í miðaldasögu við HÍ sem báðir munu fjalla um konungstöku Íslendinga 1262-1264 og þá atburðarás sem á undan fór. Fyrirlestrarnir eru hluti fyrirlestraraðar Miðaldastofu Háskóla Íslands um sturlungaöld. Sverrir beinir sjónum að þremur mönnum í fyrirlestri sínum; þeim Gissuri jarli Þorvaldssyni, Hrafni Oddssyni og Brandi Jónssyni biskupi. Hann segir að allir hafi þeir verið í lykilhlutverki þegar Íslendingar gengust undir konungsvald, hver með sínum hætti þó. „Þetta er flóknari saga en oft er sögð og ég fjalla um konungstökuna eins og hún gerðist á árunum 1255-1264, en hún á sér jafnvel lengri aðdraganda,“ segir Sverrir. Hann segir að atburðarásin hafi hafist þegar Snorri Sturluson gerðist „lendur maður konungs“, en sá var kallaður lendur maður sem þáði land að léni frá Noregskonungi. Eftir víg Snorra gerði konungur tilkall til yfirráða yfir eignum og lendum hans í Borgarfirði. „Á þessum tíma var ekki eiginlegt ríki á Íslandi, hér var ekkert framkvæmdavald og íslenskir höfðingjar virð- ast hafa viðurkennt tilkall Noregskonungs til þessara valda,“ segir Sverrir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar