Brandur Bjarnason Karlsson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Brandur Bjarnason Karlsson

Kaupa Í körfu

„Við erum alls ekki ánægðir með þetta,“ segir Brandur Bjarnason Karlsson, formaður Flygildafélags Íslands, og vísar í máli sínu til draga að nýrri reglugerð um ómönnuð loftför. Drögin eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Í þeim er meðal annars lagt bann við flugi dróna yfir þéttbýli, sem skilgreint er sem „þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra“, ferðamannastaði, fjöldasamkomur, sumarhúsabyggð, tjaldsvæði og við opinberar byggingar, s.s. ráðuneyti, forsetabústað, lögreglustöðvar og fangelsi. „Ef banna á drónaflug með öllu í þéttbýli er búið að takmarka notkun þeirra verulega. Það borgar sig auð- vitað alltaf að vera varkár, en til þessa hafa engin alvarleg slys orðið né heldur hafa komið upp alvarleg vandamál. Það hefur hins vegar verið kvartað undan flugi dróna ná- lægt flugvöllum og er ég því sammála að banna eigi drónaflug þar við,“ segir Brandur. Verði drögin staðfest í núverandi mynd verður óheimilt að fljúga dróna innan við 1,5 kílómetra frá svæðamörkum flugvallar nema fyrir liggi leyfi frá vellinum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar