Mótmæli við Alþingi og á Austurvelli vegna kjarabaráttu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mótmæli við Alþingi og á Austurvelli vegna kjarabaráttu

Kaupa Í körfu

Mest mæðir á Landspítalanum vegna verkfalla SFR og Sjúkraliðafélags Íslands. Undanþágunefnd hefur veitt spítalanum um 100 undanþágur, til viðbótar öryggislistum sem fyrir lágu, til að tryggja öryggi sjúklinga. Samninganefndir SFR, sjúkraliða og lögreglumanna og samninganefnd ríkisins vinna enn að úrvinnslu hugmynda samninganefndar ríkisins en enn er ekki ljóst hvort þær geta leitt til lausnar deilunnar. „Þau eru grafalvarleg í kjölfar endurtekinna verkfalla síðasta árið. Þau auka mjög álag á spítalann,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, spurður um áhrif verkfalla á spítalann. Hann segir störf sjúkraliða mikilvæg og þá ekki síður félagsmanna í SFR sem lúti að mörgum þáttum stoðþjónustu. Erfitt sé að sjá fyrir öll þau áhrif sem verkfall þeirra hafi. „Það hefur hjálpað að gott samkomulag hefur verið við stéttarfélögin um undanþágur. Það er samt gífurlegt álag á starfsfólkið að tryggja öryggi sjúklinga. Mjög er dregið úr þjónustu,“ segir Páll.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar