Spegla sig fyrir veturinn

Spegla sig fyrir veturinn

Kaupa Í körfu

Eins og þeir sem meðvitaðir eru um hnattstöðu jarðar vita þá er vetrardrunginn handan við hornið. En er á meðan er og fjallasýnin frá Rauðavatni skartaði sínu fegursta í fallegu haustveðri í gær. Engu var líkara er en að húsin í Norð- lingaholti og Bláfjöllin spegluðu sig í síðasta skipti áður en hryssingslegur veturinn markar sín spor með fylgjandi hrukkum. Fjöllin eru í það minnsta komin í vetrarklæðnað, reiðubúin í hvað sem er. Samkvæmt veðurspá er búist við nokkru frosti um allt land á laugardag, fyrsta vetrardag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar