Luc Jacquet
Kaupa Í körfu
Luc Jacquet kvikmyndaleikstjóri - Bíó Paradís Franski kvikmyndagerðarmaðurinn Luc Jacquet, sem hlaut Óskarsverðlaunin árið 2005 fyrir bestu heimildarmyndina, La marche de l’empereur, Ferðalag keisaramörgæsanna, var viðstaddur sérstaka opnunarfrumsýningu á nýjustu heimildarmynd sinni, La glace et le ciel, Ísinn og himinninn, í Bíó Paradís föstudaginn sl. Sýningin var haldin í tengslum við ráðstefnuna Arctic Circle, Hringborð norðurslóða, sem haldin var í Hörpu og um 1.900 fulltrúar frá yfir 50 löndum sóttu. Í Ísnum og himninum, sem var lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár, fjallar Jacquet um franska jöklafræðinginn Claude Lorius, merkilegar rannsóknar hans á ís Suðurskautslandsins og þá uppgötvun hans að loftslagshlýnun jarðar á síðustu öld og fram til vorra daga sé af mannavöldum. Lorius þurfti í áratugi að glíma við efasemdamenn sem drógu þessar niðurstöður hans í efa en hin síðustu ár hafa fræðimenn sammælst um að aukin losun manna á gróðurhúsalofttegundum – og þá fyrst og fremst koltvíoxíði – valdi hækkun á hitastigi jarðar með tilheyrandi ógn við lífríkið, bráðnun jökla, hlýnun sjávar og öfgakenndara veðurfari.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir