Luc Jacquet

Luc Jacquet

Kaupa Í körfu

Luc Jacquet kvikmyndaleikstjóri - Bíó Paradís Franski kvikmyndagerðarmaðurinn Luc Jacquet, sem hlaut Óskarsverðlaunin árið 2005 fyrir bestu heimildarmyndina, La marche de l’empereur, Ferðalag keisaramörgæsanna, var viðstaddur sérstaka opnunarfrumsýningu á nýjustu heimildarmynd sinni, La glace et le ciel, Ísinn og himinninn, í Bíó Paradís föstudaginn sl. Sýningin var haldin í tengslum við ráðstefnuna Arctic Circle, Hringborð norðurslóða, sem haldin var í Hörpu og um 1.900 fulltrúar frá yfir 50 löndum sóttu. Í Ísnum og himninum, sem var lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár, fjallar Jacquet um franska jöklafræðinginn Claude Lorius, merkilegar rannsóknar hans á ís Suðurskautslandsins og þá uppgötvun hans að loftslagshlýnun jarðar á síðustu öld og fram til vorra daga sé af mannavöldum. Lorius þurfti í áratugi að glíma við efasemdamenn sem drógu þessar niðurstöður hans í efa en hin síðustu ár hafa fræðimenn sammælst um að aukin losun manna á gróðurhúsalofttegundum – og þá fyrst og fremst koltvíoxíði – valdi hækkun á hitastigi jarðar með tilheyrandi ógn við lífríkið, bráðnun jökla, hlýnun sjávar og öfgakenndara veðurfari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar