Nautið við Reykjanesbraut - sjálfstæðar

Eva Björk Ægisdóttir

Nautið við Reykjanesbraut - sjálfstæðar

Kaupa Í körfu

Eva Björk Ægisdóttir, ljósmyndari Morgunblaðsins, var á leið upp Reykjanesbraut í fyrradag eftir að hafa myndað naut og kvígur í girð- ingu skammt frá, þegar hún tók eftir nauti utan girðingar. „Mér brá mikið enda á maður síst von á því að mæta nauti við fjölfarnasta veginn á Reykjanesi,“ segir Eva. Eva segir að fyrstu viðbrögð hafi verið að hringja í lögregluna. „Ef þetta hefði verið kvíga hefði ég reynt að reka hana aftur inn í girðinguna en þar sem þetta var naut tók ég enga áhættu, því maður veit aldrei hverju naut taka upp á,“ segir hún. Skömmu síðar hafi maður komið frá byggðinni og hann hafi greinilega kunnað vel til verka. „Hann var með nagla í dós, hristi dósina, gekk á undan nautinu inn í girðinguna, þar sem fleiri gripir voru, og nautið elti. Skömmu síðar kom eigandinn og fór vel á með honum og nautinu.“ Eva segir að vissulega hefði getað farið illa ef nautið hefði farið út á þjóðveginn en það hafi verið hið ljúfasta. „Það hlýddi manninum eins og vel þjálfaður hundur, en stundum virðist grasið vera grænna hinumegin við lækinn og þessu nauti þótti greinilega gaman að krafsa í grasið hinumegin við girðinguna.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar