Neyðarkallinn

Eva Björk Ægisdóttir

Neyðarkallinn

Kaupa Í körfu

Um helgina munu sjálfboðaliðar björgunarsveita verða á ferðinni og selja Neyðarkall björgunarsveita. Þetta er 10. árið sem farið er í slíka fjáröflun en hún er ein af mikilvægustu stoðum starfs björgunarsveita. Formleg sala Neyðarkalls björgunarsveita hófst í gær en neyðarkallinn í ár er úr bílaflokki björgunarsveitar. Mjög miklar annir voru hjá mörgum þeirra, meðal annars Hjálparsveit Skáta í Hveragerði. Þar hefur Lárus K. Guð- mundsson staðið vaktina síðan 1998. „Það var mikið að gera síðasta vetur. Hellisheiðin er okkar aðalsvæði, þaðan koma margar beiðnir frá allskonar fólki og farartækjum. Þetta er hálendisvegur og maður hefur þurft að hjálpa fólki á lakkskónum um stórhátíðir. Ég er búinn að eyða jólum og áramótum þarna og bjarga fólki í sparifötunum,“ segir hann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar