Sesselja Traustadóttir - Rafmagns Reiðhjól

Sesselja Traustadóttir - Rafmagns Reiðhjól

Kaupa Í körfu

„Reykjavík, með öllum þessum snjóalögum, er frábær fyrir hjólreiðafólk,“ segir Sesselja Traustadóttir, en hún er ein af þeim sem láta ekki fannfergið stoppa sig; skottast út að morgni og hjólar af stað til vinnu. Sesselja hjólar um 7-8 kílómetra, frá Laugarnesvegi í Reykjavík að Hlíðasmára í Kópavogi. Fara þarf meira en 30 ár aftur í tímann til þess að finna dæmi um viðlíka snjódýpt og nú er í borginni. Á miðvikudag var til dæmis 42 sentimetra jafnfallinn sjór í Reykjavík og hefur desembersnjór aldrei mælst svo mikill. Þrátt fyrir snjóinn hjóla margir í og úr vinnu og sjá má ljóstíru frá reiðhjólum á fullri ferð á þar til gerðum hjólastígum þegar aðrir sitja fastir í umferðarteppu. „Í borginni er allt fullt af æðislegum stígum og kyrrðin, upplifunin, útiveran og að vera í þessum aðstæðum; mér fallast hreinlega hendur,“ segir Sesselja

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar