Íslandsbanki styrkir afrekskonur í íþróttum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Íslandsbanki styrkir afrekskonur í íþróttum

Kaupa Í körfu

Í gær var úthlutað úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og Íþróttasambands Íslands. Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti tillögu sjóðsstjórnar vegna úthlutunar ársins 2015, sem nemur í heild sinni 3,5 milljónum króna. Að þessu sinni rennur styrkurinn til landsliðsverkefna sérsambanda en ekki til einstaklinga. Knattspyrnusambandið, Handknattleikssambandið og Fimleikasambandið fengu eina milljón króna hvert vegna verkefna kvennalandsliða sinna og Sundsambandið fékk 500 þúsund krónur vegna boðsundssveitar kvenna sem freistar þess að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar