Þrettándagleði á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Þrettándagleði á Akureyri

Kaupa Í körfu

Stök mynd bls. 4 fimmtudag 7. janúar 2016. Texti: Akureyringar kvöddu jólin í gærkvöldi, á Þrettándagleði íþróttafélagsins Þórs og Akureyrarstofu. Til að tefla ekki í tvísýnu vegna veðurs var ákveðið að gleðin yrði innandyra að þessu sinni, í fjölnotahúsinu Boganum. Samkoman hefur verið haldin reglulega í nærri heila öld, en félagið hélt einmitt upp á hundrað ára afmælið á nýliðnu ári. Hugsanlegt er að jólasveinarnir og tröllin hafi verið með frá upphafi, en ekkert skal fullyrt. Börn hafa mörg hver sótt gleðina aftur og aftur, en öruggt má telja að ekkert þeirra sem gladdist í gær var viðstatt í ársbyrjun 1917.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar