Unnur Pétursdóttir

Eva Björk Ægisdóttir

Unnur Pétursdóttir

Kaupa Í körfu

Unnur Pétursdóttir verð- ur fulltrúi Íslands í Deaf Chef-matreiðslukeppninni í Hótel- og veitingaskólanum í Valby í Kaupmannahöfn á laugardaginn. Keppnin er haldin annað árið í röð og eru keppendur heyrnarlausir matreiðslumenn frá átta löndum. Starf matreiðslumanns er í raun krefjandi og annasöm vinna, en það hefur ekkert með heyrnarleysið að gera. Ég finn alltaf leið til að leysa verkefnin,“ segir Unnur Pétursdóttir, 21 árs matreiðslumaður á veitingastaðnum Lava í Bláa lóninu. Unnur fæddist heyrnarlaus og er skilgreind 100% heyrnarlaus, þótt hún skynji örlítið mjög mikinn hávaða. Áður en hún kom til starfa á Lava var hún nemi á Grand hóteli og útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Menntaskólanum í Kópavogi um jólin 2014. Þegar hún var enn í námi frétti hún af Deaf Chef-matreiðslukeppninni í Kaupmannahöfn, sem haldin var í fyrsta skipti í fyrra, og ákvað þá að taka þátt í henni eftir útskriftina. Og nú er stóra stundin að renna upp því á laugardaginn keppir hún við sjö heyrnarlausa kokka frá jafnmörgum löndum; Danmörku, Svíþjóð, Englandi, Frakklandi, Spáni, Kanada og Bandaríkjunum, um titilinn Heyrnarlaus kokkur ársins 2015.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar