Brim í Reynsifjöru

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Brim í Reynsifjöru

Kaupa Í körfu

Veðurbarðir ferðamenn hittu veturinn í Reynisfjöru Vetur konungur tók kuldalega á móti hópi erlendra ferðamanna í Reynisfjöru í Mýrdal í gær. Það gekk á með dimmum éljum og úthafsaldan ólmaðist og barði fjöruna með ærandi gný. Ferðafólkið sneri bakinu upp í vindinn og fylgdist agndofa með náttúruöflunum. Eftir drjúga viðdvöl í fjörunni barðist fólkið á móti vindinum til að komast í hlýja bílana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar