Flutningabíll fauk útaf

Skapti Hallgrímsson

Flutningabíll fauk útaf

Kaupa Í körfu

Flutningabíll fauk út af veginum norðan við Akureyri, í Kræklingahlíð, um hálf fimm leytið í nótt. Ökumaðurinn, sem var einn á ferð, slapp ómeiddur og ekki varð tjón á farmi bílsins. Hvasst var fyrir norðan í nótt, vindur fór mest í 19 metra í hviðum á Akureyri en oft er mun hvassara rétt norðan við bæinn þegar þangað berst vindur sem kemur niður Glerárdalinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar