Sydney 2000

Sverrir Vilhelmsson

Sydney 2000

Kaupa Í körfu

Jafnan er nokkur hópur tiginna og þekktra gesta á meðal áhorfenda að sundkeppninni á Ólympíuleikunum enda þykir keppnin eitt helsta atriði leikanna. Meðal gesta í gærmorgun er Jakob Jóhann Sveinsson og Ríkarður Ríkarðsson syntu í undanrásum var Chelsea Clinton, dóttir forsetahjóna Bandaríkjanna. Hún hefur verið í Sydney frá því að leikarnir voru settir og reiknað er með því að hún dvelji í borginni þar til að þeim lýkur. Ungfrú Clinton er fulltrúi Bandaríkjastjórnar á leikunum og kom hingað með fríðu föruneyti. Hefur hún fylgst með keppni í ýmsum greinum og vakið almenna athygli hvar sem hún hefur farið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar