Frambjóðendur til forseta kynna sig í HR

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Frambjóðendur til forseta kynna sig í HR

Kaupa Í körfu

Niðurstöður könnunar MMR á fylgi einstaklinga sem tilkynnt höfðu forsetaframboð leiddu í ljós að sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur forskot með 52,6% fylgi, en Andri Snær Magnason mældist með næstmest fylgi, eða 29,4%, og Halla Tómasdóttir var í þriðja sæti með 8,8% fylgi. Stuðningur við aðra frambjóðendur mældist undir 2%. „Þegar fylgi þriggja efstu frambjóðendanna er skoðað eftir samfélagshópum kemur í ljós að Ólafur Ragnar Grímsson hefur hlutfallslega meira fylgi á landsbyggðinni, á meðan Andri Snær Magnason hefur hlutfallslega hærra fylgi á höfuð- borgarsvæðinu. Fylgi Höllu Tómasdóttur mældist einnig meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni,“ segir í skýringum. Könnunin er hluti af spurningavagni MMR og var gerð dagana 22. til 26. apríl. Alls svöruðu 953 í könnuninni, en í úrtakinu voru einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Spurt var hvern þeirra einstaklinga sem lýst hafa yfir framboði til emb- ættis forseta þeir myndu kjósa ef kosið yrði í dag. Ekki kemur fram í skýringum MMR hversu stór hluti svarenda tók afstöðu til þessarar spurningar eða sagðist vera óákveð- inn eða vilja ekki svara. Þeir sem ekki tóku afstöðu voru því næst spurðir hver yrði líklegast fyrir valinu og þeir sem ekki tóku afstöðu í annað sinn voru að lokum spurðir hvort líklegra væri að þeir kysu sitjandi forseta eða einhvern hinna frambjóðendanna. Fram kemur að samtals tóku 79% afstöðu til spurningarinnar. omfr@mbl.is

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar