Guðrún Ásmundsdóttir leikkona - Birkir Brynjarsson

Guðrún Ásmundsdóttir leikkona - Birkir Brynjarsson

Kaupa Í körfu

Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og Birkir Brynjarsson. Það er nú ekki amalegt að fá að túlka hennar hátign, enda er það þannig þegar maður er orðinn áttatíu ára að þá gerir maður bara það sem manni finnst skemmtilegt. Ég er á hárréttum aldri til að leika Elísabetu, hún varð níræð um daginn og ég er ekki nema tíu árum yngri en hún. En ég hef ekki fengið neitt hlutverk á efri árum þar sem ég hef þurft að leika einhvern sem er eldri en ég, yfirleitt hefur þurft að dubba mann upp í hlutverki einhvers sem er yngri,“ segir Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, sem ætlar í dag ásamt Birki Brynjarssyni að flytja leikþátt í bókasafninu í Kringlunni sem byggir á bókinni Enginn venjulegur lesandi, eftir Alan Bennett, en þar segir frá Elísabetu Bretlandsdrottningu sem fær óvænta bókadellu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar