Frambjóðendur til forseta kynna sig í HR
Kaupa Í körfu
Fyrsti fundur forsetaframbjóðenda fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær þar sem sjö þeirra komu fram og kynntu áherslur sínar. Það voru þau Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Benedikt Kristján Mewes, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómadóttir, Hildur Þórðardóttir og Hrannar Pétursson. Aðrir frambjóðendur afþökkuðu boð á fundinn, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti. Lítið var um átök á fundinum og lögðu frambjóðendurnir megin- áherslu á að kynna hugðarefni sín fyrir fundargestum, sem voru flestir nemendur við HR. Ein undantekning var þó á því þegar Ástþór skaut föstum skotum að Andra Snæ, fyrir að hafa þegið listamannalaun undanfarin ár, og Ólafi Ragnari, sem hann sagði hafa orðið uppvísan að lygum ö forsetaframbjóðendur hófu fundinn en aðeins sex luku honum því Hrannar Pétursson nýtti kynningarræðu sína til að tilkynna að hann drægi framboð sitt til baka. Vísaði hann til þess að forsendur væru breyttar eftir að Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs. Staða forsetans væri sterk og færri atkvæði væru því til skiptanna. „Það er bara kalt skynsamlegt mat að stíga út úr þessu á þessum tímapunkti frekar en að halda áfram í baráttu sem mér fannst ekki líkleg til að skila miklum árangri,“ sagði Hrannar við mbl.is eftir fundinn.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir