1 mai fundur og kröfuganga 2016

1 mai fundur og kröfuganga 2016

Kaupa Í körfu

„Nú er staðan sú, góðir félagar, að mikil upplausn er á vettvangi stjórnmálanna og í raun er pólitísk kreppa í landinu og hefur verið við- varandi síðan haustið 2008 [...] Við verðum jafnframt að vera okkur meðvituð um að pólitísk ólga hefur tilhneigingu til þess að grafa undan efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og færa sig yfir á vinnumarkaðinn líkt og við sáum á síðasta og þarsíðasta ári,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, meðal annars í ávarpi á útifundi á Ingólfstorgi í gær, á verkalýðsdaginn. Hátíðarhöld voru á meira en þrjátíu stöðum á landinu í tilefni dagsins, kröfugöngur og baráttufundir. Í Reykjavík var gengið frá Hlemmi undir hljóðfæraleik lúðrasveitar á útifund á Ingólfstorgi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar