Kristín og Helga

Kristín og Helga

Kaupa Í körfu

Helga Sjöfn Hrólfsdóttir og Kristín Helga Magnúsdóttir eru í óða önn að skrifa greinargerð og ganga frá BA-verkefni sínu í þroskaþjálfafræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Skiladagur er 10. maí og þann dag fer hluti þess í loftið; vefsíðan www.heilsanmin.info sem hefur að geyma 16 síðna heilsuupplýsingabækling og 8 síðna heilsuvegabréf, hvort tveggja með þarfir fólks með þroskahömlun í huga. Vegabréf af þessu tagi er nýlunda hér á landi að sögn þeirra en þekkist þó víða, t.d. í Noregi og á Bretlandi. „Hugmyndin kviknaði á öðru ári í áfanganum Fötlun, heilsa, heilsuefling. Þar sem við höfðum hvor í sínu lagi ákveðið að fjalla um heilsu fólks með þroskahömlun í lokaverkefni okkar lá beinast við að vinna það í sameiningu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar