Gunnur Sif - Hundar

Gunnur Sif - Hundar

Kaupa Í körfu

Ég bjó í Noregi í sex ár þegar maðurinn minn var þar í framhaldsnámi og snemma á því tímabili keypti ég „Airedale terrier“-hund af ræktanda í Stavangri sem einnig var slökkviliðsstjóri þar í bæ. Slökkvilið- isstjórinn var mjög drífandi manneskja, hann dró mig á hundasýningar og lánaði mér hunda til að prufa. Þá heillaðist ég af mjóhundum, enda eru þeir ótrúlegir persónuleikar, maður tengist þeim sterkum böndum,“ segir Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir sem ræktar mjóhunda af tegundinni Whippet. „Ég eignaðist minn fyrsta mjó- hund í Noregi og lagði á mig langt ferðalag þvert yfir Noreg til að sækja hann á sínum tíma. Þetta var tíkin Skutla og manninum mínum leist ekki meira en svo á blikuna þegar við komum á heimilið þar sem hundarnir voru, honum fannst þeir svo mjóir og feldlausir með starandi augu. Hann bað mig vinsamlegast um að fylla ekki húsið okkar af slíkum skepnum. En Skutlu litlu tókst að heilla okkur bæði upp úr skónum á þessari átta klukkutíma leið sem við ókum með hana heim til Stavanger,“ segir Gunnur og bætir við að þær séu ekki nema þrjár sem rækta þessa tegund á Íslandi, en hún var sú fyrsta sem kom með slíkan hund til landsins þegar fjölskyldan fluttu til Íslands með Skutlu fyrir þrettán árum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar