Víkingur Ó - Valur

Ljósmynd/Alfons

Víkingur Ó - Valur

Kaupa Í körfu

Víkingar eru komnir með sex stig eftir tvær umferðir í Pepsi-deildinni eftir sigur á Val 2:1. Víkingur hefur þar með unnið bæði Blika og Val og líta vel út í upphafi sumars. Ejub Purisevic upplýsti það eftir leik að hann er að leita að mannskap og gæti styrkt sig áður en leikmannaglugginn lokar. En hryggur Víkings er ógnarsterkur. Martinez var öflugur á milli stanganna, vörnin var sterk, William var flottur á miðjunni og stöðvaði margar sóknarlotur Valsmanna auk þess að búa ýmislegt til. Í framlínunni þeirra er svo Hrvoje Tokic sem er mjög góður sóknarleikmaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar