Guðni Th. Jóhannesson opnar kosningamiðstöð

Guðni Th. Jóhannesson opnar kosningamiðstöð

Kaupa Í körfu

Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræð- ingur og forsetaframbjóðandi, opnaði á sunnudaginn, hvítasunnudag, kosningaskrifstofu sína á Laugavegi 170. Fjöldi stuðningsmanna Guðna kom þar saman og fagnaði honum. „Þessum hlýhug og þessum stuðningi gleymi ég aldrei,“ sagði Guðni meðal annars í ræðu sem hann hélt við opnunina. Þar fór hann yfir sögu forsetaembættisins á Íslandi. „Nái ég kjöri lofa ég að gegna þessu embætti af lífi og sál,“ sagði Guðni. Á næstu vikum hyggst hann ferðast um landið og kynna framboð sitt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar