Búið að leigja út allan Norðurturninn

Ófeigur Lýðsson

Búið að leigja út allan Norðurturninn

Kaupa Í körfu

Norðurturninn svokallaði við Smáralind verður senn fullbúinn og munu fyrstu leigjendurnir flytja inn á næstu vikum. Húsið er fjórtán hæðir auk kjallara og millipalls á efstu hæðinni sem myndar n.k. fimmtándu hæð. Leigurýmið er samtals 14.356 fermetrar og sameignarrými 3.722 fermetrar til viðbótar. Í kjallaranum er bílageymsla með 266 leigustæðum. Á fyrstu og annarri hæð hússins verða líkamsræktarstöð á vegum World Class og útibú Íslandsbanka, en efri hæðir hússins eru skrifstofurými

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar