Íslensk bylgja í Cannes
Kaupa Í körfu
„Þetta hefur gengið mjög vel. Íslenskum myndum, sem hafa verið sýndar og kynntar, hefur verið vel tekið og þær fengið jákvæða dóma og umfjöllun. Greinin er farin að kynna sig sjálf og vonandi heldur íslenskur kvikmyndaiðnaður áfram á sömu braut. Áhuginn hefur verið það mikill að hér er farið að tala um íslensku bylgjuna,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem síðustu daga hefur verið að kynna íslenskar myndir á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Meðal nýrra íslenskra mynda sem hafa verið kynntar er Eiðurinn, eftir Baltasar Kormák, sem frumsýnd verður í haust. Auk þess að leikstýra myndinni er Baltasar einnig í aðalhlutverki læknis sem taka þarf afdrifaríkar ákvarðanir þegar dóttir hans kemst í náin kynni við hættulegan glæpamann. Tökum á myndinni lauk um síðustu helgi en framleiðandi hennar er RVK Studios, í samvinnu við Film4 í Bretlandi og ZDF Enterprises í Þýskalandi. Bandaríska sölufyrirtækið XYZ Films sér um sölu myndarinnar á heimsvísu
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir