Víkingaskip á þurru landi á Hauganesi

Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

Víkingaskip á þurru landi á Hauganesi

Kaupa Í körfu

Þeir sem leið eiga um Hauganes við utanverðan Eyjafjörð þessa dagana komast ekki hjá því að taka eftir ný- byggðu víkingaskipi uppi á þurru landi. Við nánari athugun kemur í ljós, að það er ekki siglingarhæft og verður aldrei, heldur er þar um að ræða hluta af útipalli nýs veitingahúss, sem hið kunna fyrirtæki Ektafiskur ehf. opnaði þar á dögunum. Það nefnist Baccalá Bar, sem er vísan til þess að þar verði aðallega á boðstólum þorskur, en sá ágæti fiskur er saltaður nefndur bakailao á basknesku, bacallà á katalónsku, bakkeljauw á hollensku, baccalà á ítölsku, bakaljaw á maltnesku, bacalhau á portúgölsku og bacalao á spænsku. Reyndar er meiningin að bjóða upp á hann nýjan líka og alla vega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar