Snæfellsjökull - unnin

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Snæfellsjökull - unnin

Kaupa Í körfu

Skörp skil Þau voru skörp skilin við Snæfellsnesið í gærmorgun. Sólin skein glatt Faxaflóamegin en þokuskýjahula lá yfir Breiðafirði. Fremst á myndinni er Snæfellsjökull og er horft inn til landsins. Í fyrrinótt var svartaþoka við Faxaflóann og skyggnið svo slæmt að flugvélar gátu ekki lent í Keflavík. Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur, sagði að þetta gerðist þegar mjög hlýtt loft færi yfir kaldan sjó. Rakinn í loftinu þéttist og myndar smádropa sem verða að þoku. Þokan er aðallega yfir sjó en leitar á land, einkum um kvöld og nætur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar