Þingeyrar - Kirkja
Kaupa Í körfu
Hleðslur sem komu í ljós þegar fornleifafræðingar grófu könnunarholur á Þingeyrum í Húna- þingi í síðustu viku benda til þess að rústir hins forna klausturs þar séu fundnar. Þetta gerðist jafnhliða uppgreftri í rústum klausturkirkjunnar, sem fundust á síð- asta ári. Rannsóknir á staðnum eru nú að hefjast, en yfirskrift þeirra er Þingeyraverkefnið sem í síðustu viku var kynnt fyrir fólki í Húnaþingi. „Verkefni þetta, það er uppgröfturinn og rannsóknir því samhliða, mun væntanlega taka áratugi. Þær vísbendingar um rústir sem sjást í könnunarholum eru mjög áhugaverðar,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og formaður stjórnar Þingeyraverkefnisins. Þar sitja einnig Guð- rún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi sendiherra. Þau Ingimundur og Valgerður Valsdóttir, eiginkona hans, eru eigendur Þingeyrajarðarinnar og frumkvæði að starfinu nú er frá þeim komið.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir