Glitbrúsi
Kaupa Í körfu
Glitbrúsi (Gavia arctica), náfrændi himbrima og lóms, sást nýverið á ónefndum stað á Norðurlandi og er það í fyrsta sinn sem þessi fuglategund heimsækir Ísland, svo að óyggjandi sé. Í bók Ævars Petersen, Íslenskir fuglar, sem út kom árið 1998, segir að glitbrúsa sé getið í rituðum heimildum frá því um og fyrir aldamótin 1900 og þá jafnvel sem íslensks varpfugls, en nú sé almennt álitið að um rugling við himbrima hafi verið að ræða. Afturhlutinn minnir enda í fljótu bragði á himbrima en framhlutinn á lóm, nema það að glitbrúsinn er ekki rauður á kverkinni, eins og lómur á varptíma, heldur svartur. Hér áður fyrr var glitbrúsi oft nefndur litli himbrimi. Jónas Hallgrímsson kallar hann þó í fuglatali sínu norðbrúsa. Glitbrúsi er á stærð við lóm. Nefið er samt ekki eins uppsveigt og á hinum síðarnefnda, heldur líkist fremur nefi himbrima, en er mun grennra. Glitbrúsi er af ættbálki sundkafara en tilheyrir þaðan brúsaættinni. Sú var á liðnum jarðsöguöldum afar fjölskrúðug en hefur nú til dags einungis á að skipa fimm tegundum í einni ættkvísl. Þær eiga allar heimkynni sín á norðurhveli jarðar og eru auk glitbrúsans himbrimi (Gavia immer), svalbrúsi (Gavia adamsii), hafbrúsi (Gavia pacifica) og lómur (Gavia stellata). Einkenni þessarar ættar eru þau helst að búkur fuglanna er mjög langur og hálsinn sömuleiðis, nefið rýtingslagað, vængir litlir og stélið, og fætur staðsettir aftarlega á búknum. Hér áður fyrr var siður að tala um lómaætt, þegar fuglana bar á góma, en svo var brúsaheitið tekið upp. Það var áður notað staðbundið yfir himbrimann í Þingeyjarsýslum. Af þessum fimm brúsategundum verpa að- eins tvær hér á landi, eftir því sem best er vitað, þ.e.a.s. himbriminn og lómurinn. sae@sae.is
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir