Byggingakranar við Urriðarholt

Byggingakranar við Urriðarholt

Kaupa Í körfu

Byggingarkrönum fer ört fjölgandi á landinu. Er nú svo komið að svipaður fjöldi krana hefur verið skoðaður á fyrri helmingi þessa árs og var skoð- aður á fyrri hluta árs 2007. Fræg urðu orð hagfræðingsins Roberts Z. Aliber þegar hann kom hingað til lands árið 2007 og sagði augljósa of- þenslu í efnahagslífinu miðað við þann kranafjölda sem hann sá í heimsókn sinni um landið. Lagði hann það til grundvallar um spá sína um fyrirhugaðan efnahagsvanda í landinu. Byggingarkranavísitalan er aðallega til gamans en hagfræðingar segja að mæla megi þenslu í efnahagslífinu eftir fjölda byggingarkrana í notkun. Bragi Fannar Sigurðsson heldur úti vefsvæðinu vísitala.is þar sem hann birtir tölur um fjölda skoðana á krönum í hverjum ársfjórðungi frá árinu 1990. Á fyrstu tveimur fjórð- ungum þessa árs fengu 157 kranar skoðun hjá Vinnueftirlitinu en til samanburðar fengu 165 kranar skoð- un á fyrstu tveimur ársfjórðungunum árið 2007 þegar flestar skoðanir á byggingarkrönum fóru fram.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar