Stjörnuvöllur, Stjarnan - Fjölnir, fótbolti karla

Þórður Arnar Þórðarson

Stjörnuvöllur, Stjarnan - Fjölnir, fótbolti karla

Kaupa Í körfu

Garðbæingar geta enn gert sér vonir um að berjast um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu í haust eftir gríð- arlega mikilvægan 2:1 sigur á Fjölni í Garðabænum í gærkvöldi. Stjarnan var fimm stigum á eftir Fjölni fyrir leikinn og saxaði forskotið því niður í tvö stig og er fjórum á eftir toppliði FH eftir tíu umferðir. „Deildin er að spilast þannig að stutt er í toppliðin. Við gáfum út fyrir mót að við ætluðum að berjast um titilinn en höfum ekki verið sáttir við stigasöfnunina hingað til. Þess vegna var virkilega sætt að ná þessum þremur stigum,“ sagði Halldór Orri Björnsson þegar Morgunblaðið ræddi við hann á gervigrasinu í gærkvöldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar