Sprækir ungar velja síður skæra liti

Sprækir ungar velja síður skæra liti

Kaupa Í körfu

Þeir sem nýverið hafa ekið Útnesveg á milli Rifs og Hellissands á Snæfellsnesi hafa vafalaust margir hverjir rekið upp stór augu enda búið að mála þar nokkra veghluta ískærum og mismunandi litum. Ekki er um listagjörning að ræða heldur er þetta tilraunaverkefni sem ætlað er að minnka líkur á því að ungar drepist á svæðinu í stórum stíl, en við veginn er að finna stór fuglavörp, einkum kríu. Þegar búið er að mála svart malbikið í fjölbreyttum litum, t.d. grænum og rauðum, telja menn líklegt að forvitnir ungar setjist síður á veginn því felulitir fuglanna passa illa við áðurnefnda liti. Uppátækið er einnig líklegt til að gleðja augu ökumanna á ferð um svæðið. Litað malbik milli Hellissands og Rifs

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar