Strandveiði - Þórshöfn

Morgunblaðið/Líney

Strandveiði - Þórshöfn

Kaupa Í körfu

Ágætisfiskirí hefur verið hjá strandveiðibátum á Þórshöfn síðustu dagana en níu smábátar eru nú á strandveiðum frá Þórshöfn. Almar Marinósson á Sómabátnum Hrönn ÞH-12 var að koma að landi með 777 kg eftir daginn. „Þetta er allt vænn þorskur, fullur af síld, einn ufsi slæddist með í dag,“ sagði Almar og var nokkuð ánægður með afla dagsins, sem hann sótti út á Langahól, djúpt norður af Grenjanesi í blíðskaparveðri. Afli Hrannar er seldur á Fiskmarkað Þórshafnar og verð hefur verið þokkalegt en sveiflast nokkuð eftir svæðabundnum lokunum. Kvótinn hér á svæði C er rúm 2.000 tonn, þorskígildi, og klárast líklega fyrstu dagana í ágúst. Sjó- menn sem þessar veiðar stunda vilja gjarnan fá meiri aflaheimildir, kvótinn þarf að vera helmingi meiri, telja þeir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar