Strandveiði - Þórshöfn
Kaupa Í körfu
Ágætisfiskirí hefur verið hjá strandveiðibátum á Þórshöfn síðustu dagana en níu smábátar eru nú á strandveiðum frá Þórshöfn. Almar Marinósson á Sómabátnum Hrönn ÞH-12 var að koma að landi með 777 kg eftir daginn. „Þetta er allt vænn þorskur, fullur af síld, einn ufsi slæddist með í dag,“ sagði Almar og var nokkuð ánægður með afla dagsins, sem hann sótti út á Langahól, djúpt norður af Grenjanesi í blíðskaparveðri. Afli Hrannar er seldur á Fiskmarkað Þórshafnar og verð hefur verið þokkalegt en sveiflast nokkuð eftir svæðabundnum lokunum. Kvótinn hér á svæði C er rúm 2.000 tonn, þorskígildi, og klárast líklega fyrstu dagana í ágúst. Sjó- menn sem þessar veiðar stunda vilja gjarnan fá meiri aflaheimildir, kvótinn þarf að vera helmingi meiri, telja þeir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir