Dagur íslenska fjárhundsins
Kaupa Í körfu
„Íslenski fjárhundurinn er þjóðararfur sem okkur ber að varðveita,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, en í gær var Dagur íslenska fjárhundsins haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn víðsvegar um land. Þegar kom að því að ákveða dagsetningu þessarar hátíðar var fæð- ingardagur Íslandsvinarins sir Marks Watson, sem fæddist 18. júlí 1906, fyrir valinu, en hann er talinn hafa bjargað íslenska fjárhundakyninu frá því að deyja út. Á árunum 1955 til 1960 lét Watson safna saman nokkrum íslenskum hundum, flutti þá úr landi og hreinræktaði erlendis. Er talið að ef ekki hefði verið fyrir þetta framtak hefði kynið getað dáið út með öllu. „Við eigum honum því mikið að þakka,“ segir Herdís. Meðal þess sem fram fór á hátíð- inni var málþing í Þjóðminjasafni Íslands, en einnig gengu íslenskir fjárhundar og eigendur þeirra um hina ýmsu staði á landinu, m.a. í kringum Tjörnina í Reykjavík og um miðbæi Akureyrar og Ísafjarðar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir