Ferðamenn og skemtiferðaskip
Kaupa Í körfu
Það var mikið um að vera við Skarfabakka í Sundahöfn í gærmorgun. Þar lágu tvö stór skemmtiferðaskip sem hingað komu með tæplega 4.600 far- þega. Tankskipið Laugarnes var að dæla olíu í annað skipið og í forgrunni er Viðeyjarferjan á leið út í eyjuna með fjölda farþega. Þrjú skemmtiferðaskip voru í Sundahöfn í gær. Með þeim komu rúmlega 5.600 farþegar. Mein Schiff 4 er stærst skipanna, 99.430 brúttótonn með 2.504 far- þega, Crystal Symphony er 51.044 tonn með 2.050 farþega og Deutschland er 22.496 tonn með 960 far- þega. Tvö af skipunum létu úr höfn í gærkvöldi. Eitt skipanna, Mein Schiff 4, var að koma til hafnar í Reykjavík í fyrsta skipti. Skipið var byggt í Turku í Finnlandi og það fór í jómfrúarferðina í júní 2015. Skipið er skráð á Möltu og er eigandi þess Tui Cruises. Mein Schiff er 293,2 metrar að lengd og 42,3 m að breidd. Það er venjan hjá Faxaflóahöfnum að taka á móti nýjum skipum með því að fara um borð og afhenda skipstjóranum skjöld til minningar um fyrstu komuna hingað. Fór Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna, um borð í Mein Schiff í gær. Í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna er vitnað í fréttablaðið Cruise Industry News. Þar kemur fram að Tui Cruises hafi náð að minnka eldsneytiseyðslu verulega á milli ára. Skipafélagið hefur náð þessum árangri með því að skipuleggja ferðaáætlun sína á hagkvæman hátt, sigla hægar yfir og notað þá orkutækni sem er uppsett í nýju skipunum þeirra, Mein Schiff 3 og Mein Schiff 4. „Þetta er í samræmi við þá umhverfisstefnu sem Faxaflóahafnir vilja hafa að leiðarljósi í framtíðinni fyrir skemmtiferðaskip sem koma til hafnarsvæða Faxaflóahafna, segir í fréttinni.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir