Margrét Frímannsdóttir blómabarn
Kaupa Í körfu
Margrét Frímannsdóttir, fv. þingkona og forstöðumaður LitlaHrauns og Sogns, byrjaði að vinna hjá Gróðrarstöðinni Storð í Kópavogi í mars síðastliðnum. Margrét er kunn fyrir áhuga sinn á garð- yrkju og fór stundum þegar hún var á þingi til vinnu hjá Gróðrarstöð Ingibjargar í Hveragerði til að kúpla sig út, eins og hún segir sjálf. „Þetta er allt annað en það sem ég hef verið að gera. Ég var búin að vera í stjórnmálum og stjórnunarstöðum í yfir 30 ár og mér fannst kominn tími á að hætta og gera eitthvað annað. Horfa öðruvísi á lífið og ég sé ekki eftir því. Þótt það hafi verið frábært að vinna bæði á Litla-Hrauni og Sogni, með því frábæra starfsfólki sem er þar, þá taka þau störf sinn toll,“ segir hún. Margrét er ekki menntuð í garð- yrkju en það þarf ekki að tala lengi við hana um plöntur, garða eða runna til að heyra að hún veit hvað hún syngur. „Hún veit oft miklu meira en við garðyrkjufræðingarnir,“ segir samstarfskona hennar sem gengur inn í kaffistofu Storðs.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir