Fylkir fótboltakall áritar

Þórður Arnar Þórðarson

Fylkir fótboltakall áritar

Kaupa Í körfu

Ragnar Sigurðsson sæmdur gullmerki Fylkis Var að verða of seinn í flug til Rússlands Gleði krakkanna mikil. Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hitti unga knattspyrnuiðkendur í Fylki í gær en Ragnar er uppalinn í Árbænum í Reykjavík og spilaði með Fylki áður en hann gerði garðinn frægan erlendis. Fyrirvarinn á heimsókn Ragnars var skammur, eða rétt rúmur klukkutími, en vegalengdirnar í Árbænum eru stuttar og tókst fjölmörgum krökkum að berja átrúnaðargoðið augum og fá áritun á myndir, skó, treyjur, hendur og annað sem krakkarnir komu með. Ragnar, sem var mjög tímabundinn, enda að fara í flug til Rússlands, gaf sér þó góðan tíma til að árita og skildi engan eftir. Allir fengu sitt og brostu krakkarnir út að eyrum eftir að hafa séð og hitt varnarmanninn sterka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar