Tré í Hljómskálagarði við aðflugsstefnu á Reykjavíkurflugvelli

Tré í Hljómskálagarði við aðflugsstefnu á Reykjavíkurflugvelli

Kaupa Í körfu

Trjágróður hefur tekið vel við sér í hlýindum undanfarinna ára. Nýlega sögðum við frá því að til stæði að fella tré í Öskjuhlíð í þágu flugstarfseminnar á vellinum. Borgin og Isavia ætla að gefa sér sumarið til að fara betur yfir stöðuna á trjánum í Öskjuhlíð. Ekki er búið að tímasetja þær aðgerðir en þær gætu orðið með haustinu. En vandamálið er ekki einskorðað við Öskjuhlíðina, því trén í Hljómskálagarðinum hafi vaxið svo mikið, að þau eru farin að nálgast aðflugslínuna inn á norður/suður-flugbrautina. Í Hljómskálagarðinum snýst þetta um örfáar aspir sem mögulega mætti lækka en yrðu að öðrum kosti felldar að sögn Þórólfs Jónssonar, deildarstjóra náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar